Að þessu sinni mun sjóðurinn leggja megin áherslu á menningar- og menntastyrki til kvenna sem teljast tilheyra eða vinna með minnihlutahópum hérlendis.
Umsóknir geta verið bæði fyrir styrki til einstaklinga og hópa.
Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2023.
Með umsókn skulu fylgja upplýsingar um verkefnið sem sótt er um styrk til, fjárhagsáætlun þess og tímalína.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Kvenréttindafélags Íslands í síma: 551-8156 eða í netfangi: mmk@krfi.is.
Tilkynnt verður um styrkveitingar þann 10. desember 2023 og verður öllum umsóknum svarað.
Menningar- og minningarsjóður kvenna var stofnaður árið 1941 í minningu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Hlutverk sjóðsins er að styrkja konur til náms, jafnt bóknáms sem náms til starfsréttinda, jafnt hér á landi sem erlendis. Enn fremur að veita konum styrk til ritstarfa, einkum á sviði kynjajafnréttis og kvennasögu.