+354 551-8156 mmk@krfi.is

Árið 2020 lagði sjóðurinn megináherslu á námsstyrki og voru konur á öllum skólastigum hvattar til að sækja um í sjóðinn. Styrki hlutu Áslaug Inga Kristinsdóttir, Deisi Trindade Maricato, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, Júlía Guðmundsdóttir, Martina Williams, Natalie Scholtz, Theodora Pavlopoulou og Þórunn Benný Birgisdóttir.

Ekki var veittur styrkur árin 2018 eða 2019.

2017 ákvað stjórn sjóðsins ákvað að veita styrk ársins til stofnun sjóðs um greinasafn um kvennabaráttu á Íslandi. Útgáfa greinasafnsins verður samstarfsverkefni Kvenréttindafélags Íslands og Minningar- og menningarsjóðs kvenna.

2016, á 160 ára afmæli Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og 75 ára afmæli sjóðsins, veitti Menningar- og minningarsjóður kvenna sex konum styrk, samtals 700.000 kr. Að þessu sinni voru veittir styrkir til kvenna af erlendum uppruna sem hafa ekki íslensku að móðurmáli og stunda nám við íslenska skóla. Þessar konur eiga það allar sameiginlegt að hafa valið að búa á Íslandi, þó ólíkar ástæður liggi þar að baki.

Tvær konur, Ewelina Osmialowska og Zohreh Pourkazemi, hlutu 100.000 kr. hvor styrk til þess að ljúka námi við Háskóla Íslands þar sem þær stunda nám í íslensku sem annað tungumál. Þetta nám mun auðvelda þeim að vera virkir þátttakendur í íslensku samfélagi.

Tvær konur hlutu 100.000 kr. styrk hvor til áframhaldandi náms á meistarastigi, en báðar hafa þær reynslu sem þær vilja nota til þess að styðja við bakið á öðrum og er námið hluti af því markmiði. Sinéad McCarron stundar nám við Listaháskóla Íslands í listkennslu. Í lokaverkefni sínu vinnur Sinéad að því að skapa kennslu- og námsaðferðir sem efla nemendur en færast undan því að tiltaka takmarkanir og vangetu þeirra. Þessi kennsluaðferð nýtist vel fólki með lesblindu og ADHD. Edythe Laquindanum Mangindin, er nemi í ljósmóðurfræðum við Háskóla Íslands. Edythe hefur áhuga á því að nýta reynslu sína sem kona af erlendum uppruna sem hefur átt barn á Íslandi til að hjálpa öðrum konum í framtíðinni.

Að  lokum hlutu tvær konur 150.000 kr. styrk hvor til þess að stunda doktorsnám, sem báðar vinna að rannsóknum á stöðu erlendra kvenna á Íslandi. Anna Wojtynska er doktorsnemi í mannfræði við Háskóla Íslands.  Rannsókn hennar Migrations in times of transnationalism: Polish migrants in Iceland fjallar um pólska farandverkemenn á Íslandi, tengsl þeirra við heimalandið og hvaða áhrif þessi tengsl hafa á hversu vel þeir hafa samlagast íslensku samfélagi og þátttöku þeirra í íslensku samfélagi. Hún hefur sérstaklega skoðað stöðu kynjanna í þessu samhengi. Cynthia Trililani er doktorsnemi á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Í námi sínu rannsakar hún erlendar konur sem eru í námi í háskólanum og jafnframt mæður.

Á fæðingardegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, þann 27. september 2015, veitti Menningar- og minningarsjóður kvenna sína árlegu styrki. Að þessu sinni voru það sex konur sem hlutu styrk, samtals 600.000 kr.

Vala Smáradóttir stundar nám í hagnýtri fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. Hún hlaut 150.000 kr. styrk fyrir verkefnið „Ljáðu mér rödd“.

Síðustu áratugi hafa hingað til lands flust fjöldi kvenna af ýmsum uppruna. Sögur þessara kvenna hafa því miður ekki fengið að heyrast nógu víða og þær fengið fá tækifæri til að miðla þeim. Heimildaþáttaröðin sem er lokaverkefni Völu mun gefa þeim tækifæri til að miðla sögu sinni og menningu.

Þóra Þorsteinsdóttir stundar nám við Kennaradeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Hún hlaut 150.000 kr. styrk fyrir verkefnið „Rafrænt námsefni um kvennabaráttu og jafnrétti kynjanna fyrir grunnskóla“.

Markmið verkefnisins er að virkja grunnskólakennara til að fjalla markvisst um kvennabaráttu og jafnrétti kynjanna. Meginhluti meistaraverkefnisins er námsefni verkefni fyrir nemendur í grunnskóla sem æfir þau í að setja upp kynjagleraugun. Þóra hefur ákveðið að gefa Kvenréttindafélaginu námsefnið sem verður sett fram á rafrænan hátt þegar verkefninu er lokið.

Ásdís Ingólfsdóttir stundar nám  í ritlist við Háskóla Íslands. Hún hlaut 75.000 kr. styrk fyrir verkefnið „Af konum“.

Verkið er sagnasveigur sem byggður er á æviatriðum nokkurra íslenskra kvenna sem voru uppi á mismunandi tímum. Fjallað verður um tímamót í lífi hverrar og einnar og tengjast þessi tímamót með einhverjum hætti atburðum í sögu lands og þjóðar. Hver frásögn er sjálfstæð eining en saman mynda frásagnirnar samfellu sem spannar sögu Íslands frá um 1800 til dagsins í dag og lýsir þeim kjörum sem konur bjuggu við á hverjum tíma.

Guðrún Katrín Jóhannesdóttir stundar nám í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hún hlaut 75.000 kr. styrk fyrir verkefnið „Viðbrögð við nauðgunarkærum í litlum bæjarfélögum“.

Markmið verkefnisins er að afla þekkingar og skilnings á  viðbrögðum við nauðgunarkærum í litlum bæjarfélögum í gegnum viðtöl við stúlkur sem hafa kært nauðgun, bæjarbúa og fagaðila auk greiningu orðræðu í fjölmiðlum. Reynt verður að varpa ljósi á hvaða félagsfræðilegu öfl búa að baki neikvæðum viðbrögðum fólks gagnvart stúlku sem leggur fram nauðgunarkæru hvaða áhrif slík viðbrögð hafa á stúlkurnar.

Inga Valgerður Stefánsdóttir stundar nám í lagadeild Háskóla Íslands. Hún hlaut 75.000 kr. styrk fyrir verkefnið „Kynjakvótar í stjórnum fyrirtækja“.

Í verkefni sínu rannsakar Inga Valgerður löggjöf sem mælir fyrir um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja hér á landi sem tók gildi árið 2013. Markmið ritgerðarinnar er að kanna útfærslu löggjafarinnar með hliðsjón af jafnræðisreglu stjórnarskrár Íslands og Evrópurétti. Auk þess að skoða almenna umfjöllun í aðdraganda lagasetningarinnar.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir stundar nám í kynjafræði við Háskóla Íslands. Hún hlaut 75.000 kr. styrk fyrir verkefnið „„Ég hélt að þetta ætti bara að vera svona“: Reynsla brotaþola, sem hafa upplifað nauðgun í sambandi sem unglingar“.

Markmið verkefnisins er að fá innsýn í upplifanir og reynslu brotaþola af kynferðisofbeldi sem þeir upplifðu í sambandi sem unglingar. Skoðað verður hvernig brotaþolar tókust á við þá reynslu, hvort þættir í bakgrunni brotaþola áttu þátt í að gera þá berskjaldaðari eða styrkja þá fyrir reynslu þeirra í ofbeldissambandinu, á hvaða hátt sú reynsla mótaði viðmælendur. Í stærra samhengi er markmið og tilgangur rannsóknarinnar að skapa vitundavakningu í samfélaginu um nauðganir í samböndum unglinga.

2014 auglýsti Menningar- og minningarsjóður kvenna eftir umsóknum um ferðastyrki frá konum sem eru að sinna ritstörfum sem lúta að þjóðfélagslegum rannsóknum er varða stöðu og réttindi kvenna. Fyrir valinu urðu fjögur verkefni.

Voru styrkirnir afhentir á Hallveigarstöðum 19. júní 2014.

Guðrún Margrét Guðmundsdóttir vinnur að doktorsritgerð í mannfræði þar sem hún beinir sjónum sínum að kvenfrelsisbaráttu innfæddra kvenna í Katar við Arabíuflóa. Hún hlaut ferðastyrk til að fara til Katar og sinna rannsóknarvinnu.

Kristín Svava Tómasdóttir vinnur að meistaraverkefni í sagnfræði þar sem leitað er svara við spurningunni hvernig klám var búið til á Íslandi 1968-1978 og hvernig sú þróun kallaðist á við sósíalíska og feminíska strauma þess tíma. Kristín Svava hyggst m.a. vinna að verkefninu í Bandaríkjunum og hlaut ferðastyrk til fararinnar.

Ásta Jóhannsdóttir vinnur að doktorsverkefni sínu í félagsfræði við Háskóla Íslands. Ásta rannsakar sjálfsmynd ungs fólks á Íslandi m.t.t. stéttar og kyngervis og rannsakar m.a. hver er félagsleg merking hugmynda um karlmennsku og kvenleika. Ásta hyggst dvelja í „skrifbúðum“ innanlands í sumar til að fá næði til að sinna vinnunni og fékk styrk til farar sinnar.

Hertha Richardt Úlfarsdóttir er að klára meistarverkefni í kynjafræði. Umfjöllunarefni hennar er upplausn kynhlutverka, kyngervis, kynvitundar, og kynhneigðar. Rannsóknin er eigindleg rannókn þar sem Hertha mun taka viðtöl við einstaklinga vítt og breitt um landið og hlaut styrk til ferðalagsins.

Styrkþegar Menningar- og minningarsjóðs kvenna frá upphafi

2015

Ásdís Ingólfsdóttir, ritlist, 75.000 kr.

Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, félagsfræði, 75.000 kr.

Inga Valgerður Stefánsdóttir, lögfræði, 75.000 kr.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir, kynjafræði, 75.000 kr.

Þóra Þorsteinsdóttir, kennslufræði, 150.000 kr.

Vala Smáradóttir, hagnýt fjölmiðlafræði, 150.000 kr.

2014

Ásta Jóhannsdóttir, félagsfræði, 100.000 kr.

Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, mannfræði, 200.000 kr.

Hertha Richardt Úlfarsdóttir, kynjafræði, 100.000 kr.

Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræði, 200.000 kr.

2013

Helga Nótt Gísladóttir, 100.000 kr.

Sunneva Smáradóttir, 100.000 kr.

2012

Kristín Þorsteinsdóttir, skólagjöld, 60.000 kr.

Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir, skólagjöld, 60.000 kr.

Aníta Hauksdóttir, skólagjöld, 60.000 kr.

Caroline Simms, skólagjöld, 60.000 kr.

Pálína María Gunnlaugsdóttir, skólagjöld, 60.000 kr.

Guðrún Þorgrímsdóttir, skólagjöld, 60.000 kr.

2011

Aníta Engley Guðbergsdóttir, skólagjöld, 24.000 kr.

Mary Luz Suarez Ortiz, skólagjöld, 76.000 kr.

Aníta Steinunnar Dagnýjardóttir, 150.000 kr.

Ása Sverrisdóttir, 150.000 kr.

Helga Hákonardóttir, 150.000 kr.

2010

Arndís Hreiðarsdóttir, Tónsmíðanám, 350.000 kr.

Berglind Sigurðardóttir, Arkitektúr, 350.000 kr.

Rósa Ómarsdóttir, Listdans, 350.000 kr.

2009

Úthlutað 1.250.000 kr. til kvenna sem höfðu verið atvinnulausar og fóru aftur í nám.

Caroline Simms

Sólveig Harpa Helgadóttir

Kristín Mary Williamsdóttir

Þórdís Þorvaldsdóttir

Elín Árdís Andrésdóttir

Þórleif Lúthersdóttir

Guðlaug S. Magnúsdóttir

2008

Úthlutað 1.200.000 kr. til ungra einstæðra mæðra í námi

Sigdís Þóra Sigþórsdóttir stundar nám við Fjölbrautarskólann í Ármúla í fjarnámi

Íris Ósk Ingadóttir stundar nám við Menntaskólann Hraðbraut

Inga Vigdís Guðmundsdóttir stundar nám í Hringsjá (náms og starfsendurhæfing Öryrkjabandalagsins)

Erla Rós Heiðarsdóttir stundar nám við Menntaskólann í Kópavogi

2007

Ína Dögg Eyþórsdóttir, 100.000 kr.

Styrkur vegna lokaverkefnis til mastersgráðu við Viðskiptaháskólann í Árósum. Í verkefninu er sjónum beint að frumkvöðlastarfssemi kvenna á fyrirtækjasviðinu hér á landi og sjónum beint að menntun, reynslu og bakgrunni þeirra kvenna sem eru í slíkri frumkvöðlastarfsemi.

1999

Kvennasögusafn Íslands, 50.000 kr.

1996

Kvennasögusafn Íslands, 150.000 kr.

1995

Herdís Dröfn Baldvinsdóttir, Doktorsnám, 50.000 kr.

1994

Kvenréttindafélag Íslands vegna söguritunarsjóðs, 50.000 kr.

1992

Kvenréttindafélag Íslands vegna söguritunarsjóðs, 100.000 kr.

1991

Herdís Dröfn Baldvinsdóttir, Félagsvísindi, 75.000 kr.

Ásthildur G. Steinsen, Rit um talsímakonur, 75.000 kr.

1988

Sigurbjörg Elfa Bergsteinsdóttir, 80.000 kr.

1986

Hansína B. Einarsdóttir, Afbrotafræði, 60.000 kr.

1981

Kristín Huld Sigurðardóttir, Forvarsla forngripa, 4.000 kr.

Sigrún Hrólfsdóttir, Sérkennsla, 4.000 kr.

1979

Ingibjörg Halldóra Halldórsdóttir, Matvælafræði, 100.000 kr.

Guðfinna Guðrún Guðmundsdóttir, Talkennsla, 200.000 kr.

1978

Heba Hallsdóttir, Kennsla þroskaheftra, 200.000 kr.

Ragnheiður Þorgrímsdóttir, Þjóðfélagsfræði, 200.000 kr.

1975

Allt nýir styrkþegar

Bergljót V. Óladóttir, Iðjuþjálfun, 40.000 kr.

Hlíf Bente Sigurjónsdóttir, Tónlistarnám, 50.000 kr.

Kristrún Sigurðardóttir, Klínísk pedagógík, 40.000 kr.

Sigríður H. Vilhjálmsdóttir, Tónlist, 40.000 kr.

Unnur María Ingólfsdóttir, Tónlist, 50.000 kr.

1974

Fyrri styrkþegar:

Guðbjörg Lilja Þórisdóttir, Leiklist, 20.000 kr.

Margrét K. Haraldsdóttir, Lyfjafræði, 15.000 kr.

Sigrún L. Sigurðardóttir, Arkitektúr, 15.000 kr.

Vigdís Hansdóttir, Læknisfræði, 15.000 kr.

Þórhildur Ólafs Sigurlinnadóttir, Guðfræði, 15.000 kr.

Þórunn Magnúsdóttir, Sagnfræði, 15.000 kr.

Nýir styrkþegar:

Erla Elín Hansdóttir, Danska, 15.000 kr.

Guðlaug Magnúsdóttir, Félagsráðgjöf, 15.000 kr.

Harpa Karlsdóttir, Talkennsla, 15.000 kr.

Kristrún Þórðardóttir, Arkitektúr, 20.000 kr.

Sigrún Ólöf Einarsdóttir, Listiðnaður, 15.000 kr.

Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Sálfræði, 15.000 kr.

Snjólaug Jóhannesdóttir, Félagsráðgjöf, 15.000 kr.

Vigdís Magnúsdóttir, Hjúkrun, 15.000 kr.

Þóranna Pálsdóttir, Veðurfræði, 15.000 kr.

1973

Fyrri styrkþegar:

Guðbjörg Lilja Þórisdóttir, Leiklist, 20.000 kr.

Guðfinna Inga Eydal, Sálarfræði, 15.000 kr.

Guðlaug I. Jóhannsdóttir, Læknisfræði, 15.000 kr.

Guðrún V. Skúladóttir, Efnafræði, 20.000 kr.

Katrín Friðjónsdóttir, Doktorsnám, 20.000 kr.

Kristjana S. Kjartansdóttir, Læknisfræði, 10.000 kr.

Sigurbjörg Gísladóttir, Náttúrufræði, 20.000 kr.

Vigdís Hjaltadóttir, Efnafræði, 20.000 kr.

Þórhildur Ólafs Sigurlinnadóttir, Guðfræði, 10.000 kr.

Nýir styrkþegar:

Guðbjörg A. Skúladóttir, Listdans, 15.000 kr.

Guðrún Unnur Sigurðardóttir, Spænska, 15.000 kr.

Margrét K. Haraldsdóttir, Lyfjafræði, 15.000 kr.

Sigrún L. Sigurðardóttir, Arkitektúr, 10.000 kr.

Valdís I. Jónsdóttir, Talkennsla, 20.000 kr.

Þórunn Magnúsdóttir, Sagnfræði, 15.000 kr.

1972

Fyrri styrkþegar:

Brynja Guttormsdóttir, Píanóleikur, 15.000 kr.

Elfa Björk Gunnarsdóttir, Bókasafnsfræði, 15.000 kr.

Guðlaug I. Jóhannsdóttir, Læknisfræði, 15.000 kr.

Guðrún V. Skúladóttir, Efnafræði, 15.000 kr.

Hjördís Björk Hákonardóttir, Afbrotafræði, 15.000 kr.

Kristjana S. Kjartansdóttir, Læknisfræði, 10.000 kr.

Sigurbjörg Gísladóttir, Náttúrufræði, 15.000 kr.

Vigdís Hjaltadóttir, Efnafræði, 15.000 kr.

Nýir styrkþegar:

Anna Halla Björgvinsdóttir, Listvefnaður, 15.000 kr.

Fríður Ólafsdóttir, Tískuteiknun, 15.000 kr.

Guðbjörg Þórðardóttir, Sjúkraþjálfun, 15.000 kr.

Guðbjörg Lilja Þórisdóttir, Leiklist, 20.000 kr.

Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir, Tónlistarfræði, 15.000 kr.

Ragnheiður Finnsdóttir, Kennsla í landafr., 10.000 kr.

Sigríður Benediktsdóttir, Sjúkraþjálfun, 10.000 kr.

Sólveig Jóhannesdóttir, Kennarask.Ísl., 10.000 kr.

Svanlaug Baldursdóttir, Bókasafnsfræði, 10.000 kr.

Vigdís Hansdóttir, Læknisfræði, 10.000 kr.

Þórhildur Ólafs Sigurlinnadóttir, Guðfræði, 10.000 kr.

1971

Fyrri styrkþegar:

Alda Bryndís Möller, Lífefnafræði, 6.000 kr.

Anna Inger Eydal, Læknisfræði, 4.000 kr.

Brynja Guttormsdóttir, Píanóleikur, 6.000 kr.

Elfa Björk Gunnarsdóttir, Bókasafnsfræði, 6.000 kr.

Katrín Guðmundsdóttir, Raunvísindi, 4.000 kr.

Sigurbjörg Gísladóttir, Náttúrufræði, 6.000 kr.

Vigdís Hjaltadóttir, Efnafræði, 6.000 kr.

Þórkatla Þorkelsdóttir, Efnafræði, 5.000 kr.

Nýir styrkþegar:

Agnes Baldursdóttir, Tónlist, 5.000 kr.

Aldís E. Friðriksdóttir, Heilsuvernd, 4.000 kr.

Áslaug E. Bergsdóttir, Vatnalíffræði, 6.000 kr.

Bergþóra Gísladóttir, Kennsla vangefinna, 6.000 kr.

Grethe Skotte Mostkeus, Þjálfun lam.og fatl., 6.000 kr.

Guðfinna Inga Eydal, Sálarfræði, 5.000 kr.

Guðlaug I. Jóhannsdóttir, Læknisfræði, 5.000 kr.

Guðrún V. Skúladóttir, Efnafræði, 6.000 kr.

Hjördís Björk Hákonardóttir, Afbrotafræði, 6.000 kr.

Helga Egilsson, Teiknimyndagerð, 6.000 kr.

Ingibjörg María Möller, Finnska og uppeldfr., 5.000 kr.

Katrín Briem, Myndlist, 5.000 kr.

Málfríður Kristjánsdóttir, Arkitektúr, 5.000 kr.

Ólöf Eldjárn, Enska, 5.000 kr.

Ragnheiður Árnadóttir, Píanó, 5.000 kr.

Sigríður K. Bjarnadóttir, Leiklist, 5.000 kr.

Sigríður Sigurðardóttir, Söngkennsla barna, 5.000 kr.

Þórunn Elfa Magnúsdóttir, Til námsdvalar, 6.000 kr.

1970

Fyrri styrkþegar:

Alda Bryndís Möller, Lífefnafræði, 8.000 kr.

Anna Inger Eydal, Læknisfræði, 4.000 kr.

Elfa Björk Gunnarsdóttir, Bókasafnsfræði, 7.000 kr.

Katrín Guðmundsdóttir, Raunvísindi, 4.000 kr.

Lára S. Rafnsdóttir, Píanóleikur, 8.000 kr.

Margrét Þ. Reykdal, Myndlistarnám, 7.000 kr.

Nýir styrkþegar:

Brynja Guttormsdóttir, Píanóleikur, 8.000 kr.

Inga Hersteinsdóttir, Verkfræði, 8.000 kr.

Jóna Sigurlína Möller, Kennarask.Ísl., 5.000 kr.

Kristbjörg Þórðardóttir, Hjúkrun, 6.000 kr.

Kristjana S. Kjartansdóttir, Læknisfræði, 4.000 kr.

Guðrún Ólafsdóttir, Tannlækningar, 5.000 kr.

Ragna Freyja Karlsdóttir, Kennsla afbr.barna, 6.000 kr.

Sigurbjörg Gísladóttir, Náttúrufræði, 7.000 kr.

Sólveig Karvelsdóttir, Kennarask.Ísl., 5.000 kr.

Theódóra H. Baldvinsdóttir, Kennsla afbr.barna, 6.000 kr.

Vigdís Hjaltadóttir, Efnafræði, 7.000 kr.

Þórkatla Þorkelsdóttir, Efnafræði, 6.000 kr.

1969

Fyrri styrkþegar:

Anna Inger Eydal, Læknisfræði, 6.000 kr.

Elfa Björk Gunnarsdóttir, Bókasafnsfræði, 6.000 kr.

Eufemía H. Gísladóttir, Dýralækningar, 6.000 kr.

Hildigunnur Ólafsdóttir, Félagsfræði, 6.000 kr.

Hrefna Kristmannsdóttir, Jarðfræði, 4.000 kr.

Katrín Friðjónsdóttir, Uppeldis- og sálarfr., 5.000 kr.

Margrét Jóelsdóttir, Myndlist, 5.000 kr.

Sigrún Júlíusdóttir, Félagsráðgjöf, 6.000 kr.

Alda Bryndís Möller, Lífefnafræði, 7.000 kr.

Anna Áslaug Ragnarsdóttir, Píanóleikur, 6.000 kr.

Auður Hildur Hákonardóttir, Myndvefnaður, 5.000 kr.

Elín Hannibalsdóttir, Kennarask.Ísl., 6.000 kr.

Jóhanna E. Stefánsdóttir, Barnasálfræði, 6.000 kr.

Katrín Guðmundsdóttir, Stærðfræði, 4.000 kr.

Kristjana Theódórsdóttir, Enska, 6.000 kr.

Lára S. Rafnsdóttir, Píanóleikur, 6.000 kr.

Margrét Þ. Reykdal, Myndlistarnám, 5.000 kr.

Ragna Kemp Guðmundsdóttir, Skjalaþýðingar, 4.000 kr.

Valdís Bjarnadóttir, Húsagerðarlist, 6.000 kr.

1968

Fyrri styrkþegar:

Anna Inger Eydal, Læknisfræði, 6.000 kr.

Bergljót Magnadóttir, Gerlafræði, 4.000 kr.

Elfa Björk Gunnarsdóttir, Bókasafnsfræði, 6.000 kr.

Eufemía H. Gísladóttir, Dýralækningar, 6.000 kr.

Hrefna Kristmannsdóttir, Jarðfræði, 6.000 kr.

Hulda Guðmundsdóttir, Félagsráðgjöf, 4.000 kr.

Ingibjörg Haraldsdóttir, Kvikmyndagerð, 3.000 kr.

Katrín Friðjónsdóttir, Uppeldis- og sálarfr., 5.000 kr.

Margrét Jóelsdóttir, Myndlist, 4.000 kr.

Sigríður Ág. Ágústsdóttir, Söngur og leiklist, 6.000 kr.

Sigríður Ella Magnúsdóttir, Söngur, 4.000 kr.

Sigrún Júlíusdóttir, Félagsráðgjöf, 6.000 kr.

Nýir styrkþegar:

Elínborg Loftsdóttir, Tónlist, 4.000 kr.

Halldóra B. Björnsdóttir, V. útgáfu Bjólfskviðu5.000 kr.

Jóhanna G. Kristjánsdóttir, Kennarask.Ísl., 5.000 kr.

Jónína M. Guðnadóttir, Enska og sagnfr., 4.000 kr.

María L. Einarsdóttir, Læknisfræði, 4.000 kr.

Sigrún Guðmundsdóttir, Myndlist, 5.000 kr.

Unnur G. Kjartansdóttir, Kirkjutónlist, 5.000 kr.

Ingibjörg Pálmadóttir, Kennarask.Ísl., 10.000 kr.

1967

Fyrri styrkþegar:

Anna Hauksdóttir, Enska, 5.000 kr.

Ásta Björt Thoroddsen, Tannlækningar, 3.000 kr.

Bergljót Magnadóttir, Gerlafræði, 4.000 kr.

Edda Sigrún Björnsdóttir, Læknisfræði, 3.000 kr.

Guðfinna Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Jarðfræði, 4.000 kr.

Guðrún Tómasdóttir, Söngur, 3.000 kr.

Helga Kress, Íslensk fræði, 3.000 kr.

Helga Ingólfsdóttir, Tónlistarnám, 5.000 kr.

Hlíf Svavarsdóttir, Listdans, 4.000 kr.

Hrefna Kristmannsdóttir, Jarðfræði, 5.000 kr.

Sigríður Ág. Ásgrímsdóttir, Verkfræði, 3.500 kr.

Sigríður Ella Magnúsdóttir, Söngur, 3.000 kr.

Sigrún Júlíusdóttir, Félagsráðgjöf, 3.000 kr.

Sólrún Sigr. Garðarsdóttir, Fiðluleikur, 3.000 kr.

Nýir styrkþegar:

Elfa Björk Gunnarsdóttir, Bókasafnsfræði, 3.000 kr.

Eufemía H. Gísladóttir, Dýralækningar, 3.000 kr.

Fjóla Guðleifsdóttir, Hjúkrun, 3.000 kr.

Guðríður Sigfúsdóttir, Vefnaður, 3.000 kr.

Guðrún Hallgrímsdóttir, Matvælafræði, 3.000 kr.

Hildigunnur Ólafsdóttir, Félagsfræði, 2.000 kr.

Jónína Guðnadóttir, Leikerasmíði, 5.000 kr.

Katrín Friðjónsdóttir, Uppeldis- og sálarfr., 4.000 kr.

Margrét Jóelsdóttir, Myndlist, 2.000 kr.

María Kjeld, Talkennsla, 5.000 kr.

Þuríður Kristjánsdóttir, Uppeldisfræði, 3.000 kr.

1966

Fyrri styrkþegar:

Agnes Löve, Píanóleikur, 3.000 kr.

Ásta Björt Thoroddsen, Tannlækningar, 3.000 kr.

Helga Kress, Íslensk fræði, 3.000 kr.

Hrefna Kristmannsdóttir, Jarðfræði, 5.000 kr.

María Þorgeirsdóttir, Félagsráðgjöf, 3.000 kr.

Ragnheiður Hansdóttir, Tannlækningar, 2.000 kr.

Signý Thoroddsen, Sálfræði, 3.000 kr.

Sigríður Ella Magnúsdóttir, Söngur, 3.000 kr.

Sólrún Sigr. Garðarsdóttir, Fiðluleikur, 3.000 kr.

Nýir styrkþegar:

Aðalheiður Nanna Ólafsdóttir, Listdans, 3.000 kr.

Anna Inger Eydal, Læknisfræði, 3.000 kr.

Bergljót Magnadóttir, Gerlafræði, 3.000 kr.

Brynja Benediktsdóttir, Leikstjórn, 5.000 kr.

Edda Sigrún Björnsdóttir, Læknisfræði, 3.000 kr.

Björg Rafnar, Rannsóknastörf, 3.000 kr.

Guðfinna Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Jarðfræði, 3.000 kr.

Hlíf Svavarsdóttir, Listdans, 4.000 kr.

Ingibjörg Haraldsdóttir, Kvikmyndun, 3.000 kr.

Jóhanna Margrét Kondrup, Franska, 3.000 kr.

Rannveig Löve, Lestrark.vangef., 5.000 kr.

Sigríður Ág. Ásgrímsdóttir, Verkfræði, 3.000 kr.

Sigrún Júlíusdóttir, Félagsráðgjöf, 3.000 kr.

Sigrún Ingibjörg Karlsdóttir, Félagsráðgjöf, 2.000 kr.

Þórelfur Jónsdóttir, Fóstrunám, 3.000 kr.

Þórunn Sigurl. Pálsdóttir, Hjúkrun geðveikra, 2.000 kr.

1965

Fyrri styrkþegar:

Agnes Löve, Píanóleikur, 5.000 kr.

Ásta Björt Thoroddsen, Tannlækningar, 3.000 kr.

Eyborg Guðmundsdóttir, Myndlist, 4.000 kr.

Helga Ingólfsdóttir, Tónlistarnám, 5.000 kr.

Helga Kress, Íslensk fræði, 3.000 kr.

Kristín Ragnarsdóttir, Tannlækningar, 3.000 kr.

María Þorsteinsdóttir, Sjúkraþjálfun, 3.000 kr.

Maríanna Wendel, Sjúkraþjálfun, 3.000 kr.

Ragnheiður Hansdóttir, Tannlækningar, 3.000 kr.

Signý Thoroddsen, Sálfræði, 5.000 kr.

Nýir styrkþegar:

Anna Guðmundsdóttir, Í þágu leiklistar, 5.000 kr.

Anna Hauksdóttir, Enska, 3.000 kr.

Anna Magnúsdóttir, Tónlistarkennsla, 5.000 kr.

Auður Brynja Sigurðardóttir, Kennarask.Ísl., 3.000 kr.

Elísabet Sigr. Guttormsdóttir, Enska og íslenska, 3.000 kr.

Hrefna Kristmannsdóttir, Jarðfræði, 5.000 kr.

Margrét Örnólfsdóttir, B.A. próf, 3.000 kr.

María Þorgeirsdóttir, Félagsráðgjöf, 3.000 kr.

Sigríður Ella Magnúsdóttir, Söngur, 3.000 kr.

Sólrún Sigr. Garðarsdóttir, Fiðluleikur, 3.000 kr.

Svanhildur Elentínusdóttir, Sjúkraþjálfun, 3.000 kr.

1964

Fyrri styrkþegar:

Agnes Löve, Píanóleikur, 5.000 kr.

Auður Björg Ingvarsdóttir, Læknisfræði, 5.000 kr.

Guðrún Hansdóttir, Íslensk fræði, 3.000 kr.

Helga Kress, Íslensk fræði, 3.000 kr.

Kristín Ragnarsdóttir, Tannlækningar, 3.000 kr.

Líney Skúladóttir, Húsagerðarlist, 5.000 kr.

Ragnheiður Hansdóttir, Tannlækningar, 3.000 kr.

Signý Thoroddsen, Sálfræði, 5.000 kr.

Nýir styrkþegar:

Ásta Björt Thoroddsen, Tannlækningar, 3.000 kr.

Guðbjörg Kolbrún Valdimarsdóttir, Enska, 4.000 kr.

Helga Ingólfsdóttir, Hljóðfæraleikur, 3.000 kr.

Hulda Guðmundsdóttir, Félagsráðunautur, 5.000 kr.

María Þorsteinsdóttir, Sjúkraþjálfun, 3.000 kr.

Maríanna Wendel, Sjúkraþjálfun, 3.000 kr.

1963

Fyrri styrkþegar:

Agnes Löve, Píanóleikur, 3.000 kr.

Albína Thordarson, Húsagerðarlist, 4.000 kr.

Eyborg Guðmundsdóttir, Myndlist, 4.000 kr.

Guðrún Hansdóttir, Íslensk fræði, 2.500 kr.

Kristín Ragnarsdóttir, Tannlækningar, 2.500 kr.

Líney Skúladóttir, Húsagerðarlist, 4.000 kr.

Ragnheiður Hansdóttir, Tannlækningar, 2.500 kr.

Signý Thoroddsen, Sálfræði, 4.000 kr.

Nýir styrkþegar:

Edda Scheving, Sníðanám, 3.000 kr.

Ólöf Jónsdóttir, Kennarask.Ísl., 2.500 kr.

Sigríður Haraldsdóttir, Heimilishagfræði, 3.000 kr.

Sigurlaug Svanfríður Benjamínsdóttir, Franska, 3.000 kr.

Sigurveig Hjaltested, Söngnám, 5.000 kr.

Þórunn Elfa Magnúsdóttir, Heimildakönnun, 5.000 kr.

Þórunn Ólafsdóttir, Söngnám, 3.000 kr.

1962

Fyrri styrkþegar:

Auður Björg Ingvarsdóttir, Læknisfræði, 2.500 kr.

Ella Kolbrún Kristinsdóttir, Sjúkraþjálfun, 2.500 kr.

Guðlaug Sveinbjarnardóttir, Sjúkraþjálfun, 2.500 kr.

Guðrún Tómasdóttir, Söngur, 2.500 kr.

Helga Weishappel, Myndlist, 2.000 kr.

Hildegunn Bieltvedt, Hýbýlafræði, 3.000 kr.

Kristín Ragnarsdóttir, Tannlækningar, 2.000 kr.

Signý Thoroddsen, Sálfræði, 2.500 kr.

Unnur Skúladóttir, Fiskifræði, 4.000 kr.

Nýir styrkþegar:

Agnes Löve, Píanóleikur, 2.500 kr.

Albína Thordarson, Húsagerðarlist, 4.000 kr.

Bjarney Ágústa Ingólfsdóttir, Kennsla, 3.000 kr.

Friðrikka Sigurðardóttir, Svæfingar, 3.000 kr.

Guðrún Hansdóttir, Norræna og enska, 2.000 kr.

Helga Kress, Íslensk fræði, 2.000 kr.

Hjördís Gróa Björnsdóttir, Bókavarsla, 3.000 kr.

Hrafnhildur Tove Kjarval, Listiðja, 2.500 kr.

Ingibjörg Þorbergsdóttir, Ítalska, 2.000 kr.

Jónhildur Halldórsdóttir, Rannsóknast.iðn., 3.000 kr.

Líney Skúladóttir, Húsagerðarlist, 4.000 kr.

Ragnheiður Hansdóttir, Tannlækningar, 2.000 kr.

Selma S. Vilbergsdóttir, Enska og bókm., 2.500 kr.

Sigríður Lára Guðmundsdóttir, Sagnfræði, 2.500 kr.

Sigríður Sumarliðadóttir, Social welfare, 2.500 kr.

Sigrún Pálsdóttir, Kennarask.Ísl., 2.000 kr.

Svandís Jónsdóttir, Leiklist, 2.500 kr.

Margrét P. Loftsdóttir, Danska, 2.500 kr.

1961

Fyrri styrkþegar:

Elsa Guðbjörg Vilmundardóttir, Landafræði, 3.500 kr.

Nýir styrkþegar:

Elín Ólafsdóttir, Lífefnafræði, 3.000 kr.

Ella Kolbrún Kristinsdóttir, Sjúkraþjálfun, 2.500 kr.

Guðlaug Sveinbjarnardóttir, Sjúkraþjálfun, 2.500 kr.

Halla Snæbjörnsdóttir, Blóðbankastörf, 2.500 kr.

Halldóra Sigurðardóttir, Lögfræði, 2.500 kr.

Helga Finnsdóttir, Blaðamennska, 2.500 kr.

Helga Weishappel, Málaralist, 2.500 kr.

Hildegunn Bieltvedt, Hýbýlafræði, 3.000 kr.

Kristín Ragnarsdóttir, Tannlækningar, 2.500 kr.

Petrína Kr. Jakobsson, Hýbýlafræði, 3.000 kr.

Signý Thoroddsen, Sálfræði, 3.500 kr.

Sigríður Magnúsdóttir, Húsmæðrafræði, 2.000 kr.

Unnur Skúladóttir, Fiskifræði, 3.500 kr.

Þuríður Aðalsteinsdóttir, Heilsuvernd, 2.000 kr.

1960

Fyrri styrkþegar:

Alma Elísabet Hansen, Tónlist, 3.000 kr.

Arnheiður Sigurðardóttir, Íslensk fræði, 2.500 kr.

Elsa Guðbjörg Vilmundardóttir, Landafræði, 3.500 kr.

Guðrún Theódóra Sigurðardóttir, Sálar- og uppeld., 2.500 kr.

Hildur Knútsdóttir, Þýska, 2.500 kr.

Jóhanna Jóhannesdóttir, Tónlistarkennsla, 2.500 kr.

Sigrún Guðjónsdóttir, Grasafræði, 3.500 kr.

Steinunn Einarsdóttir, Enska, 3.500 kr.

Nýir styrkþegar:

Auður Björg Ingvarsdóttir, Læknisfræði, 3.000 kr.

Eyborg Guðmundsdóttir, Myndlist, 3.500 kr.

Guðrún Ó. Jónsdóttir, Húsagerðarlist, 2.500 kr.

Helga G. Eysteinsdóttir, Danska og þýska, 2.500 kr.

Ingunn Bjarnadóttir, Viðurk. f.tómsmíðar, 3.000 kr.

Snæbjörg Snæbjörnsdóttir, Söngur, 2.500 kr.

Þórgunnur Ingimundardóttir, Tónlist, 2.500 kr.

1958

Fyrri styrkþegar:

Alma Elísabet Hansen, Tónlist, 2.000 kr.

Arnheiður Sigurðardóttir, Íslensk fræði, 2.000 kr.

Ásdís Jóhannsdóttir, Efnafræði, 3.500 kr.

Gústa Ingibjörg Sigurðardóttir, Franska, 2.500 kr.

Helen Louise Markan, Söngur, 1.000 kr.

Maja Sigurðardóttir, Sálarfræði, 3.500 kr.

Margrét Margeirsdóttir, Social raadgivning, 1.500 kr.

Sigrún Árnadóttir, Íslensk fræði, 1.500 kr.

Sólveig Kolbeinsdóttir, Ísl.fræði, 1.000 kr.

Nýir styrkþegar:

Ásgerður Ester Búadóttir, Myndvefnaður, 1.500 kr.

Gíslrún Sigurbjörnsdóttir, Listvefnaður, 1.000 kr.

Grímhildur Bragadóttir, Tannlækningar, 2.500 kr.

Guðrún Jónsdóttir, Hýbýlafræði, 1.000 kr.

Guðrún Sigr. Magnúsdóttir, Íslensk fræði, 1.500 kr.

Ingibjörg Stephensen, Tallækningar, 2.000 kr.

Jóna Þorsteinsdóttir, Listvefnaður, 1.000 kr.

Olga Jóna Pétursdóttir, Sjúkraleikf., 1.000 kr.

Zita Kolbrún Benediktsdóttir, Tónlist, 2.000 kr.

1957

Fyrri styrkþegar:

Auður Þorbergsdóttir, Lögfræði, 1.500 kr.

Ásdís Jóhannsdóttir, Efnafræði, 1.500 kr.

Guðbjörg Benediktsdóttir, Höggmyndalist, 2.000 kr.

Guðrún S. Jónsdóttir, Socialwork, 1.000 kr.

Kristín E. Jónsdóttir, Lyflækningar, 1.000 kr.

Margrét Guðnadóttir, Vírusrannsóknir, 1.000 kr.

Ólafía Einarsdóttir, Ranns. annála, 1.500 kr.

Sigrún Gunnlaugsdóttir, Glerlist, 2.000 kr.

Sólveig Kolbeinsdóttir, Ísl.fræði, 2.000 kr.

Nýir styrkþegar:

Alma Elísabet Hansen, Tónlist, 2.000 kr.

Elín A. Sigurðardóttir, Heilsuvernd, 1.000 kr.

Gígja Jóhannsdóttir, Fiðluleikur, 2.000 kr.

Kristín Hallvarðsdóttir, Sjúkraleikfimi, 1.000 kr.

Lilja Björnsdóttir, Bókavarsla, 1.500 kr.

Maja Sigurðardóttir, Sálarfræði, 2.000 kr.

Margrét Margeirsdóttir, Social raadgivning, 1.500 kr.

Ragna Haraldsdóttir, Heilsuvernd,  .500 kr.

Ragnheiður Aradóttir, Franska, 2.000 kr.

Sigríður Margeirsdóttir, Handav.kennsla, 1.500 kr.

Þóra Elfa Björnsson, Enska, 1.000 kr.

Þórunn V. Björnsdóttir, Sjúkra. (?), 2.000 kr.

1956

Fyrri styrkþegar:

Auður Sigurðardóttir, Sjúkranudd, 1.000 kr.

Auður Þorbergsdóttir, Lögfræði, 1.500 kr.

Ásdís Jóhannsdóttir, Efnafræði, 1.500 kr.

Elsa Tómasdóttir, Söngur, 1.000 kr.

Filippía Kristjánsdóttir, Bókmenntir, 1.000 kr.

Guðrún A. Kristinsdóttir, Píanóleikur, 1.500 kr.

Guðrún M. Ólafsdóttir, Sagnfræði, 1.000 kr.

Helen Louise Markan, Söngkennsla, 1.000 kr.

Sigríður Jóhanna Jóhannesdóttir, Læknisfræði, 1.500 kr.

Sigrún Guðjónsdóttir (Bíldudal), Bókavarsla, 1.000 kr.

Nýir styrkþegar:

Aðalbjörg Karlsdóttir, Handavinnukennsla, 1.000 kr.

Guðbjörg Benediktsdóttir, Höggmyndalist, 1.000 kr.

Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Vefnaðarkennsla, 1.000 kr.

Guðrún S. Jónsdóttir, Socialwork, 1.000 kr.

Guðrún Tómasdóttir, Söngur, 1.000 kr.

Gústa Ingibjörg Sigurðardóttir, Franska, 1.500 kr.

Indíana Guðlaugsdóttir, Saumakennsla, 1.000 kr.

Karólína S. Einarsdóttir, Íslensk fræði, 2.000 kr.

Kristgerður Kristinsdóttir, Handavinnukennsla, 1.000 kr.

Kristín Þorsteinsdóttir, Bókavarsla, 1.500 kr.

Sigrún Árnadóttir, Íslensk fræði, 1.500 kr.

Sigrún Guðjónsdóttir (Bíldudal), Bókavarsla, 2.000 kr.

1955

Fyrri styrkþegar:

Arnheiður Sigurðardóttir, Íslensk fræði, 1.000 kr.

Guðrún A. Kristinsdóttir, Píanóleikur, 1.500 kr.

Helen Louise Markan, Söngkennsla, 1.000 kr.

Ingibjörg Blöndal, Hljóðfæraleikur, 1.000 kr.

Sigríður Jóhanna Jóhannesdóttir, Læknisfræði, 1.000 kr.

Kristín E. Jónsdóttir (Rvk.), Lyflækningar, 2.000 kr.

Hrönn Aðalsteinsdóttir, Sálarfræði, 1.000 kr.

Ingigerður Högnadóttir Árnason, Málaralist, 1.500 kr.

Ólafía Einarsdóttir, Ranns. annála, 1.500 kr.

Nýir styrkþegar:

Ásdís Jóhannsdóttir, Efnafræði, 1.500 kr.

Auður Sigurðardóttir, Sjúkranudd, 1.000 kr.

Bára Þórarinsdóttir, Handavinnukennsla, 1.000 kr.

Elsa Tómasdóttir, Söngur, 1.500 kr.

Kristín Jónsdóttir, Listiðnaður, 1.000 kr.

Margrét Guðnadóttir, Læknisfræði, 1.000 kr.

Sigríður S. Þ. Björnsdóttir, Föndur sjúkra, 1.000 kr.

Sigríður Sigurðardóttir, Málaralist, 1.500 kr.

Sigrún Brynjólfsdóttir, Sálar- og uppeld., 1.500 kr.

Vigdís J. R. Hansen, Íslensk fræði, 1.000 kr.

Þórunn Þórðardóttir, Þjóðfélagsfræði, 1.500 kr.

1954

Fyrri styrkþegar:

Guðríður Katrín Arason, Skjalaþýðingar, 1.000 kr.

Guðrún M. Ólafsdóttir, Sagnfræði, 1.000 kr.

Sigríður Jóhanna Jóhannesdóttir, Læknisfræði, 2.000 kr.

Hrönn Aðalsteinsdóttir, Sálarfræði, 1.500 kr.

Ólafía Einarsdóttir, Ranns. annála, 2.000 kr.

Ólöf Pálsdóttir (Rvík), Höggmyndalist, 1.000 kr.

Æsa Karlsdóttir Árdal, Sálarfræði, 1.000 kr.

Nýir styrkþegar:

Arnheiður Sigurðardóttir, Íslensk fræði, 1.000 kr.

Auður Þorbergsdóttir, Lögfræði, 1.500 kr.

Edda Emilsdóttir, Sjúkranudd, 1.000 kr.

Guðrún Kr. Guðmundsdóttir, Kennsla, 3.000 kr.

Helen Louise Markan, Söngkennsla, 1.000 kr.

Hildur Jónsdóttir, Handav.kennsla, 1.000 kr.

Hjördís Þórðardóttir, Fimleikakennsla, 1.000 kr.

Hjördís Ryel, Vinnk.sjúkl. (?), 1.500 kr.

Ingibjörg Blöndal, Hljóðfæraleikur, 1.000 kr.

Jónína M. Guðmundsdóttir, Sjúkraleikfimi, 1.500 kr.

Kristín E. Jónsdóttir (Rvk.), Lyflækningar, 2.000 kr.

Margrét Guðmundsdóttir, Leiklist, 1.000 kr.

Ragnheiður Þórey Frímannsdóttir, Hjúkrun, 1.500 kr.

Ragnhildur Steingrímsdóttir, Söngur, 1.000 kr.

Sigrún Guðjónsdóttir (Bíldudal), Norrænar bókm., 2.000 kr.

Sigrún Helgadóttir, 1.000 kr.

Sólveig Kolbeinsdóttir, Ísl.fræði, 1.000 kr.

1953

Fyrri styrkþegar:

Anna E. Þ. Viggósdóttir, Tannsmíði, 1.500 kr.

Ásdís Ríkharðsdóttir, Söngkennsla, 1.500 kr.

Guðrún Friðgeirsdóttir, Rekstur barnaheim., 2.000 kr.

Hrönn Aðalsteinsdóttir, Sálarfræði, 2.000 kr.

Ingveldur H. Sigurðardóttir, Hannyrðakennsla, 1.000 kr.

Þórey E. Kolbeins, Tungumál, 2.000 kr.

Nýir styrkþegar:

Adda Bára Sigfúsdóttir, Veðurfræði, 2.000 kr.

Auðbjörg Steinbach, Tungumál, 1.500 kr.

Ásdís Jakobsdóttir, Kirkjul.hannyrðir, 1.000 kr.

Ásta Hannesdóttir, Heilsuvernd, 1.500 kr.

Guðrún Kristinsdóttir, Húsmæðrakennsla, 1.000 kr.

Iðunn Jakobsdóttir, Kirkjul.hannyrðir, 1.000 kr.

Ingibjörg Steingrímsdóttir, Leiklist og söngur, 1.500 kr.

Ingigerður Högnadóttir Árnason, Málaralist, 1.500 kr.

Kristín Þorsteinsdóttir, Heilsuvernd,  .500 kr.

María Sigurðardóttir, Viðskiptafræði, 3.000 kr.

Ólafía Einarsdóttir, Ranns. annála, 3.000 kr.

Ólöf Pálsdóttir (Árnessýslu), Heimilishagfræði, 2.000 kr.

Ólöf Pálsdóttir (Rvík), Höggmyndalist, 2.000 kr.

Sigrún Gunnlaugsdóttir, Myndlist, 2.000 kr.

Vigdís Kristjánsdóttir, Myndvefnaður, 1.500 kr.

1952

Fyrri styrkþegar:

Ásdís Ríkharðsdóttir, Söngkennsla, 1.200 kr.

Guðný Jensdóttir, Söngur, 1.000 kr.

Guðrún Friðgeirsdóttir, Rekstur barnaheim., 1.000 kr.

Ingveldur H. Sigurðardóttir, Hannyrðakennsla, 1.000 kr.

Sólveig Arnórsdóttir, Vefnaðarkennsla, 2.000 kr.

Soffía E. Guðmundsdóttir, Píanóleikur, 1.000 kr.

Æsa Karlsdóttir Árdal, Sálarfræði, 1.200 kr.

Nýir styrkþegar:

Anna E. Þ. Viggósdóttir, Tannsmíði, 2.000 kr.

Guðmunda Andrésdóttir, Málaralist, 1.500 kr.

Guðrún M. Ólafsdóttir, Sagnfræði, 1.200 kr.

Hrönn Aðalsteinsdóttir, Sálarfræði, 1.200 kr.

Hulda Sigfúsdóttir, Bókavarsla, 1.200 kr.

Sigríður Jóhanna Jóhannesdóttir, Læknisfræði, 1.200 kr.

Kristín Finnbogadóttir, Leiklist, 1.200 kr.

Ragnhildur Ingibergsdóttir, Lækningar vangef., 3.000 kr.

Sigríður Fr. Kristjánsdóttir, Húsmæðrakennsla,  800 kr.

Valgerður Hafstað, Málaralist, 1.500 kr.

Vilhelmína Þorvaldsdóttir, Enska,  500 kr.

Þórey E. Kolbeins, Tungumál, 1.200 kr.

1951

Fyrri styrkþegar:

Björg Hermannsdóttir, Sálarfræði, 1.200 kr.

Högna Sigurðardóttir, Arkitektúr, 1.500 kr.

Sigríður A. Helgadóttir, Slafnesk mál, 2.000 kr.

Valborg Hermannsdóttir, Lyfjafræði, 1.200 kr.

Nýir styrkþegar:

Ásdís Ríkharðsdóttir, Söngkennsla, 1.500 kr.

Guðmunda Elíasdóttir, Söngur, 1.500 kr.

Guðríður Katrín Arason, Skjalaþýðingar, 1.000 kr.

Guðrún Friðgeirsdóttir, Rekstur barnaheim., 1.000 kr.

Ingveldur H. Sigurðardóttir, Hannyrðakennsla, 1.200 kr.

Jónbjörg Gísladóttir, Lyfjafræði, 1.500 kr.

Rannveig Löve, Kennslunám, 2.500 kr.

Steinunn Guðmundsdóttir, Húsmæðrakennsla, 1.200 kr.

Sólveig Arnórsdóttir, Vefnaðarkennsla, 1.000 kr.

Svava Jakobsdóttir, Enskar bókmenntir, 1.200 kr.

1950

Fyrri styrkþegar:

Gerður Helgadóttir, Höggmyndalist, 1.500 kr.

Guðrún Á. Símonardóttir, Söngur, 1.000 kr.

María H. Ólafsdóttir, Málaralist, 1.500 kr.

Þórunn Þórðardóttir, Náttúrufræði, 2.000 kr.

Nýir styrkþegar:

Guðný Jensdóttir, Söngur, 1.500 kr.

Guðrún A. Kristinsdóttir, Píanóleikur, 1.000 kr.

Högna Sigurðardóttir, Arkitektúr, 2.000 kr.

Rósa Eggertsdóttir, Kennsla, 1.000 kr.

Signý Una Sen, Sálarfræði, 1.000 kr.

Sigurrós Sigurðardóttir, Tískuteiknun, 1.000 kr.

Soffía E. Guðmundsdóttir, Píanó, 1.000 kr.

Tove Ólafsson, Höggmyndalist, 1.500 kr.

Æsa Karlsdóttir Árdal, Sálarfræði, 2.000 kr.

1949

Fyrri styrkþegar:

Anna J. Loftsdóttir, Sjúkrahúsastjórn, 1.500 kr.

Guðrún Á. Símonardóttir, Söngur, 1.000 kr.

Sigríður A. Helgadóttir, Slafnesk mál, 1.250

Þórunn Jóhannesdóttir, Píanóleikur, 1.000 kr.

Þórunn Þórðardóttir, Náttúrufræði, 1.250

Nýir styrkþegar:

Ásta Björnsdóttir, Barnahjúkrun, 1.000 kr.

Aðalbjörg Sigtryggsdóttir, Húsmæðrakennsla, 1.000 kr.

Bergþóra Benediktsdóttir, Fatasaumskennsla, 1.000 kr.

Björg Hermannsdóttir, Sálarfræði, 1.000 kr.

Erla Ísleifsdóttir, Höggmyndlist, 1.500 kr.

Filippía Kristjánsdóttir, Bókmenntir,  750

Gerður Helgadóttir, Höggmyndalist, 1.500 kr.

Guðrún Ágústsdóttir, Málaralist, 1.000 kr.

Kristjana Helgadóttir, Barnalækningar, 2.000 kr.

María H. Ólafsdóttir, Málaralist, 1.500 kr.

1948

Fyrri styrkþegar:

Inga Sigrún Ingólfsdóttir, Fimleikak., 2.000 kr.

Þórunn Jóhannesdóttir, Píanóleikur, 2.000 kr.

Nýir styrkþegar:

Gunnfríður Jónsdóttir, Höggmyndalist, 1.500 kr.

Anna J. Loftsdóttir, Sjúkrahúsastjórn, 1.500 kr.

Guðrún Á. Símonardóttir, Söngur, 2.000 kr.

Valborg Hermannsdóttir, Lyfjafræði, 2.000 kr.

1947

Fyrri styrkþegar:

Sigríður A. Helgadóttir, Slafnesk mál, 2.000 kr.

Þórunn Þórðardóttir, Náttúrufræði, 2.000 kr.

Nýir styrkþegar:

Inga Sigrún Ingólfsdóttir, Fimleikak., 1.000 kr.

Nína Tryggvadóttir, Málaralist, 2.000 kr.

Rannveig Þorsteinsdóttir, Lögfræði, 2.000 kr.

Þórunn Jóhannesdóttir, Píanóleikur, 2.000 kr.

1946

Jóna Kristín Magnúsdóttir, Barnagæsla, 1.000 kr.

Rósa Gestsdóttir, Sálarfræði, 2.000 kr.

Sigríður A. Helgadóttir, Slafnesk mál, 2.000 kr.

Þorbjörg Jónsdóttir, Hjúkrun, 1.000 kr.

Þórunn Þórðardóttir, Náttúrufræði, 2.000 kr.

(Heimild: Stílabók í öskju nr. 288c: Styrkir veittir úr MMK 1946-   )

Skráið ykkur á póstlista MMK