Menningar- og minningarsjóður kvenna var stofnaður 27. september 1941 í minningu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur með því að börn hennar gáfu dánargjöf frá móður þeirra en hugmyndina að stofnun sjóðsins hafði Bríet átt. Fyrsti formaður sjóðsins var Laufey Valdimarsdóttir, dóttir Bríetar.
Hlutverk sjóðsins er fyrst og fremst að styrkja konur til náms, jafnt hér á landi sem erlendis með náms- og ferðastyrkjum. Ennfremur að veita konum styrk til ritstarfa eða verðlauna ritgerðir, einkum um þjóðfélagsmál er varða áhugamál kvenna. Styrkjum úr sjóðnum er úthlutað einu sinni á ári.
Auk styrkveitinganna er annar þáttur í starfi MMK og ekki ómerkur, að varðveita frá gleymsku minningu mætra kvenna og karla. Alkunna er að konur er vart að finna í uppsláttarbókum fyrr en þá frá allra síðustu árum. Af þessum sökum eru allar upplýsingar um konur afar kærkomnar. Sjóðurinn hefur gefið út æviminningarbækur, alls fimm bindi.
Hægt er að hafa samband við Menningar- og minningarsjóð kvenna, með því að senda bréf á netfang mmk@krfi.is.